Um Vestfjarðaleiðina

Vestfjarðaleiðin er ný ferðamannaleið um Vestfirði og Dalina sem opnaðist við opnun Dýrafjarðarganga í október 2020. Leiðin er um 950 km  með einstökum áningarstöðum og upplifunum. Vestfjarðaleiðin er stutt frá Reykjavík og Akureyri og er því aðgengilegur og áhugaverður valkostur sem ferðaleið þar sem auðvelt er að kanna króka og kima svæðisins og upplifa óspillta náttúru og víðerni sem sífellt verður erfiðara að finna. 

Vestfirðirnir eru einn elsti hluti landsins, mótaðir af umróti ísaldar fyrir 10 þúsund árum síðan. Djúpir firðir og skörðótt fjöll með dölum og láglendi hafa þannig mótast af náttúruöflunum líkt og íbúar svæðisins sem hafa tileinkað sér eigin lífsfærni í takt við kröfur náttúrunnar. Það er Vestfjarðaleiðin. 

Vestfjarðaleiðin er samstarfsverkefni Vestfjarðastofu og Vesturlandsstofu.