Vetur

Vestfjarðaleiðin að vetri er að stórum hluta sú sama og Vestfjarðaleiðin að sumri, það þarf bara að hafa ögn meiri vara á færð og veðri, horfa til hvenær vegir eru mokaðir og hversu mikið hefur snjóað. Það getur verið stór munur á snjóalögum á norðan- og sunnanverðu svæðinu, því er mikilvægt að kynna sér aðstæður hverju sinni vel, fletta upp veðurspá næstu daga, skipuleggja sig fram í tímann og fylgjast með færð á vegum í rauntíma. 

Hér að ofan má sjá kort um tíðni þjónustu á vegum á Vestfjarðaleiðinni, sumir vegir eru mokaðir daglega á meðan aðrir eru einungis mokaðir tvisvar í viku, eða jafnvel sjaldnar. Það er því mikilvægt að fylgjast með aðstæðum hverju sinni og skipuleggja sig eftir því. 

Veður - www.vedur.is 
Færð á vegum - www.vegagerdin.is 
Ferðatillögur - www.upplifdu.is