Sumarhús

Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km - 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 - 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 - 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3 og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 - 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.

Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum. Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.

Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.

Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi til göngu og leikja í kjarrinu.

Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla

Gisting: 3 hús, 19 herbergi, 59 rúm

Nýtt og glæsilegt heilsárshús að Háafelli í Dölum. Húsið er um 100 m2 og er byggt í burstabæjarstíl. Í miðju burstinni sem er um 45 m2 er mjög vel búið eldhús með ísskáp m/frysti, spanhelluborði, bakaraofn, örbylgjuofn , uppþvottavél og svo stofa með góðum svefnsófa fyrir 2. Rúmgóð svefnherbergin eru 2 og hvort um sig með svölum og sér baðherbergi með sturtu. Þriðja baðherbergið er einnig með sturtu og þar er þvottavél.

Mjög fallegt útsýni er yfir Hvammsfjörðinn og sólarlagið einstakt. Fínar gönguleiðir á fjöllin hér við túnfótinn.

Þetta er góður staður til að dvelja á ef fólk vill skoða það sem Dalirnir hafa uppá að bjóða en einnig er stutt í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes og norður í Húnavatnssýslur og jafnvel á Vestfirði.

Litlabyli er gistiheimili í fallegu húsi á Flateyri, byggt árið 1913 og hefur þar af leiðandi mikla sögu og góða sál. Litlabyli hefur nýlega verið gert upp. Í húsinu eru fimm svefnherbergi og þar af eitt með sér baðherbergi.

Nú í sumar, 2020, verður húsið leigt út í heilu lagi. Hægt er að fá morgunverð ef óskað er, en þar er m.a. boðið uppá ljúfengan morgunmat með heimatilbúnum sultum, marmelaði og köku ásamt öðru góðgæti.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Dalahyttur er fjölskyldurekið fyrirtæki sem býður upp á gistingu í 9 tveggja manna
herbergjum.

Á staðnum eru þrjú 15m2 smáhýsi. Húsin eru öll útbúin 160 cm rúmi, eldhúseiningu, baðherbergi með sturtu, WiFi og bílastæði er við hvert hús.

Þrjú hús eru útbúin með tveimur 20m2 herbergjum. Sér inngangur er í hvert herbergi utan frá. Í hverju herbergi er 160 cm rúm, sófi, baðherbergi með sturtu, hægindastóll, kaffi og te aðstaða, WiFi og bílastæði fyrir hvert herbergi er við húsin.

Móttaka og veitingahús eru í nýuppgerðum bragga á svæðinu. Matseðillinn er ekki stór en á honum reynum við að hafa eins mikið af heimasvæðinu og við getum. Ef þú hefur einhverja góða hugmynd að veislunni þinni, ekki hika við að spyrja okkur, við erum alltaf til í eitthvað nýtt og reynum eftir fremsta megni að koma til móts við gesti.

Frá húsunum
getur þú notið útsýnis yfir fjöllin, dalinn og Hörðudalsá. Ef norðurljósin láta
sjá sig er tilvalið að sitja úti á verönd og njóta.

Staðsetning Dalahyttna er góð til að njóta bæði friðar og ferðalaga.
Stutt er í allar áttir. Við erum í um klukkutíma akstursfjarlægð frá
Stykkishólmi, Borgarnesi, Hólmavík og Hvammstanga og er staðsetningin því
þægileg til dagsferða um Snæfellsnes, Borgarfjörð, Strandir, Húnaþing og
sunnanverða Vestfirði.

Fyrir bókanir, vinsamlegast hafið samband í síma 869 8778 eða netfangið gudrun@dalahyttur.is.

Opinn landbúnaður, frá 15. maí - 14. júní, daglega frá 13:00 til 17:00, 15. júní - 14. ágúst, daglega frá 11:00 til 18:00, 15. ágúst - 15. september, daglega frá 13:00 - 17:00 og 16. september - 14. maí samkvæmt samkomulagi.

Hópar panti fyrirfram.

Til sölu rjómaís, skyr og ostar framlett af Rjómabúinu Erpsstöðum. Fjósaskoðun, kynning á starfssemi kúabús, skoða byggingar og húsdýr með leiðsögn ábúenda.

Seld gisting í sumarhúsi, opið allt árið.

Sjá vefsíðu

Seljaland er friðsæll bóndabær við enda Hörðudalsvegar eystri 581. Það þarf að panta gistingu og mat með fyrirvara í síma 894 2194 eða niels@seljaland.is.

Við bjóðum upp á gistingu í gamla Seljalandshúsinu. Þar eru 3 svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi. Húsið er leigt út í einu lagi.

Það eru tvö stór herbergi í skála með sér baðherbergi, þar er hjónarúm og auka rúm. Það er 25 manna veitingasalur í skála sem er rekin af matreiðslumeistara og með vínveitingaleyfi.

Það er gisting í 3 smáhýsum sem deila með sér baðhúsi. Smáhýsin eru bara í boði á sumrin. Á sumrin erum við með aðstöðu fyrir hópa, svo sem ættarmót. Gott aðgengi fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og tjöld. Grillaðstaða og aðgengi að hlöðu.

Einnig erum við með til leigu nýtt 113 fermetra hús með heitum potti, Kornmúli. Það eru þrjú svefnherbergi í húsinu. Hver herbergi hefur sér baðherbergi. Það er opið rými sem er eldhús, borðstofa og stofa. Stór og mikill pallur vestan og sunnan við húsið í kringum heita pottinn.

Það er hægt að skoða fleiri myndir á heimasíðu Seljalands www.seljaland.is

Gemlufall

Tvær íbúðir eru í húsinu og mögulegt er að leigja allt húsið eða sem stakar íbúðir.

Rými er fyrir 14 -16 manns.

Íbúð 1 - 6 manns.

Íbúð 2 - 6 manns + svefnsófi fyrir 2

Rúm eru uppábúin og handklæði fyrir gesti. Það fylgir ekki morgunverður en hægt er að panta með dagsfyrirvara morgunmat (8:00 - 9:30), nestispakka og aðrar léttari máltíðir.