Ferjur

Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.

Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.

Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör.

Sjóferðir ehf er nýtt fyrirtæki í farþegaflutningum til Hornstranda sem stofnað var haustið
2020. Sjóferðir tóku við tveim af bátum Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar og reka
áfram með svipuðu sniði.

Sjóferðir er fjölskyldufyrirtæki sem rekið er af Stíg Berg Sophussyni og unnustu hans
Henný Þrastardóttur. Stígur vann hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar frá árinu
2006 allt þar til hann sjálfur stofnar sitt eigið fyrirtæki og tekur við
rekstri bátanna. Hann hefur því töluverða reynslu af svæðinu og miðlar þekkingu
sinni af svæðinu og fólkinu sem þar bjó með farþegum sínum.

Bátar Sjóferða eru gæðaeintök sem búnir eru 2 mjög nýlegum vélum til að tryggja
öryggi farþega enn frekar. Sjóferðir státa af því að hafa ávallt öll leyfi og
tryggingar í lagi ásamt því að hafa vel þjálfaðar áhafnir. Bátarnir eru
misstórir og henta í misjöfn verkefni. Annars vegar er það Ingólfur, 30 farþega
bátur með krana sem nýtist í þungaflutninga. Stærri báturinn er svo Guðrún, 48
farþega bátur sem oft fær viðurnefnið "drottningin".

Ferðir Sjóferða hefjast allar á Ísafirði þar sem hægt er að stíga beint um borð, en
notast þarf við slöngubáta til að ferja fólk og farangur í og úr landi innan
friðlandsins.

Áætlun Sjóferða má nálgast á heimasíður fyrirtækisins www.sjoferdir.is

Einnig er hægt að panta bátana í sérferðir hvenær sem er og má þá hafa samband í sjoferdir@sjoferdir.is eða hjá Stíg í síma 8669650