Farfuglaheimili og hostel

Dalahótel er fjölskylduhótel staðsett í fallegum og rólegum dal, aðeins einum km frá þjóðvegi 60. Staðurinn er frægur frá fornöld, en þar bjó Guðrún Ósvífursdóttir sem var ein af aðalpersónum Íslendingasagna. Hótelið er staðsett við rætur fjalls þar sem þú getur notið ósnortinnar náttúru með fjölda gönguleiða við allra hæfi. Í lok dags er hægt að slaka á í Guðrúnarlaug, sem er náttúrulaug staðsett rétt ofan við hótelbygginguna, eða í heitu pottunum og sundlauginni á hótelsvæðinu.

Veitingastaður Dalahótels er opinn öllum á eftirfarandi tímum:

Morgunverður: 8:00 - 10:00.

Hádegisverður: 12:00 - 14:00.

Kvöldverður: 18:00 - 21:00.