Dýragarðar og opinn landbúnaður

Opinn landbúnaður, frá 15. maí - 14. júní, daglega frá 13:00 til 17:00, 15. júní - 14. ágúst, daglega frá 11:00 til 18:00, 15. ágúst - 15. september, daglega frá 13:00 - 17:00 og 16. september - 14. maí samkvæmt samkomulagi.

Hópar panti fyrirfram.

Til sölu rjómaís, skyr og ostar framlett af Rjómabúinu Erpsstöðum. Fjósaskoðun, kynning á starfssemi kúabús, skoða byggingar og húsdýr með leiðsögn ábúenda.

Seld gisting í sumarhúsi, opið allt árið.

Sjá vefsíðu

Á sveitabænum okkar Hólum er að finna mörg dýr, þar á meðal hesta, hunda, ketti, kanínur, endur, kalkúna, kindur, lömb, hænur, geitur, svín og jafnvel talandi krumma sem er heimsþekktur fyrir að koma fram í íslensku Netflix þáttunum "Katla"!

Verið velkomin í heimsókn til okkar þar sem þið getið skoðað, fræðst og jafnvel klappað dýrunum.

Opið 16. júní - 9. ágúst frá 11:00 til 16:00. Lokað á þriðjudögum.

Hlakka til að sjá ykkur.