Sjóstangaveiði

Amazing Westfjords býður upp á náttúrulífs ferðir um Ísafjarðardjúp með leiðsögn á bátunum Ölver ÍS 432 og Straumur ÍS 433. Leiðsögumennirnir um borð munu fræða ykkur um sögu Djúpsins, ásamt því að segja frá dýralífinu sem að ríkir í djúpinu og náttúrunni sem að umkringir Ísafjarðardjúpið.

Þúsundir fuglar setjast að og búa sér til hreiður á vorinn og eru hér yfir sumartíman þar á meðal er það lundinn, kría og æðarkolla sem að eru þær tegundir sem að sjást mest. Hnúfubakur og Hrefna eru meðal þeirra hvala sem að við sjáum mest, ásamt því að sjá selina lyggjandi á skerjum , sem að líta út fyrir að gera lítið annað en að baða sig í heitri sumar sólinni. Óhætt er að segja að Ísafjarðardjúpið yði af lífi að sumri til og er þetta ferð sem að enginn ætti að missa af.

Einnig býður Amazing Westfjords upp á sjóstöng á Straumi ÍS, þar sem að allt að 5 farþegum geta notið sýn við sjóstangaveiðar. Farið er með farþega út á Ísafjarðardjúp sem er draumur sjóstangaveiðimanna þar mikil veiði á t.d. þorski, karfa og ufsa ásamt fleiri fisk tegundum. Sjóstangarferðinn tekur um það bil 3 klukkustundir, fiskurinn er flakaður um borð og gestir taka gjarnan fenginn heimmeð sér.

Allar upplýsingar varðandi ferðirnar og bókannir er að finna á vefsíðunni amazing-westfjords.is

Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu.

Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is.

Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi.

Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.

Litlabyli Adventures er ferðaskrifstofa sem rekin er samhliða gistiheimilinu Litlabyli. Litlabyli er fallegt hús á Flateyri, byggt árið 1913 og hefur þar af leiðandi mikla sögu og góða sál. Litlabyli hefur nýlega verið gerð upp. Í húsinu eru fimm svefnherbergi og þar af eitt með sér baðherbergi.

Nú í sumar, 2020, verður húsið leigt út í heilu lagi. Hægt er að fá morgunverð ef óskað er, en þar er m.a. boðið uppá ljúfengan morgunmat með heimatilbúnum sultum, marmelaði og köku ásamt öðru góðgæti.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Við bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum.

Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.

Hjá Beffa Tours er boðið upp á siglingu um Arnarfjörð, sem er með fallegri fjörðum landsins. Í firðinum hefur hnúfubakur komið sér fyrir til sumardvalar okkur til mikillar ánægju og er boðið upp á daglegar ferðir í hvalaskoðun á föstum tímum yfir sumarið, en eftir samkomulagi þess utan. Einnig er boðið upp á ferðir í sjóstöng, þar sem gestum er velkomið að taka aflann með sér heim.

Báturinn rúmar allt að 7 farþega og er gestum velkomið að upplifa sjávarniðinn á dekkinu eða koma sér fyrir inni í hlýjunni hjá skipstjóranum og heyra hann ausa úr viskubrunni sínum. Hægt er að bóka bátinn í prívatferðir, tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa.

Hvalaskoðun:
20. júní- 20. ágúst: daglega kl. 08:30 og 19.30, lengd ferðar 2 klst.
20. ágúst- 31. október: brottför eftir samkomulagi, lengd ferðar 2 klst.

Sjóstangveiði:
Sérferðir er hægt að bóka á heimasíðu eða í síma.

Prívatferðir, náttúruskoðun og skutl:
Hægt að bóka með tölvupósti eða í síma.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Opnunartímar;

Mán - Fös 08:00 - 17:00

Lau + Sun 10:00 - 12:00