Vélsleða- og snjóbílaferðir

Litlabyli Adventures er ferðaskrifstofa sem rekin er samhliða gistiheimilinu Litlabyli. Litlabyli er fallegt hús á Flateyri, byggt árið 1913 og hefur þar af leiðandi mikla sögu og góða sál. Litlabyli hefur nýlega verið gerð upp. Í húsinu eru fimm svefnherbergi og þar af eitt með sér baðherbergi.

Nú í sumar, 2020, verður húsið leigt út í heilu lagi. Hægt er að fá morgunverð ef óskað er, en þar er m.a. boðið uppá ljúfengan morgunmat með heimatilbúnum sultum, marmelaði og köku ásamt öðru góðgæti.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu.

Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is.

Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi.

Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.