Önundarfjörður er einstaklega fallegur fjörður, meira að segja á Vestfirskan mælikvarða. Þetta er að mestu leiti að þakka Holtsfjöru sem einkennist af gulleitum skeljasandi. Heimsókn í Holtsfjöru á góðm sumardegi getur verið eins og að vera á Spáni. Trébryggjan í Holti er einnig einn mest myndaði staður á Vestfjörðum.