Landnámskonan Auður djúpúðga nam land í Dalasýslu og reisti bæinn Hvamm.
Hún var kristin og segir sagan að hún hafi reist kross á Krosshólaborg og farið þangað til að biðja.
Kvenfélagskonur í Dölum reistu minnisvarða, steinkross um Auði djúpuðgu árið 1965. Við það tækifæri var útimessa við krossinn og mættu 600 manns.
Sumarið 2008 var sett upp söguskilti á staðnum.