Valagil

Valagil er staðsett í botni Álftafjarðar. Gilið er mikilfengleg sjón og þar finnast fjölbreytt berglög og stórbrotið landslag. Í botni Álftafjarðar er bílastæði og merkt gönguleið er inn að gilinu. Frá bílastæðinu er 2 km þægileg ganga inn að Valagili. Sumir telja að gilið dragi nafn sitt af fuglinum Fálka sem er stundum kallaður Valur, en þeir verpa gjarnan á svæðinu en aðrir telja að nafnið sé komið frá konu sem hét Vala og týndi lífi í gilinu fyrir hundruðum ára.

GPS punktar
N65° 57' 23.759" W23° 6' 54.783"
Póstnúmer
420
Vegnúmer
61