Cosy Country Camper suit

Við bjóðum upp á gistingu í tveimur Polar hjólhýsum, vel útbúnum, með eldhúsi og WC. Annað húsið er fyrir 4, tvo fullorðna og tvö börn eða unglinga í kojum en hitt húsið er fyrir tvo. Uppábúin rúm, handklæði og viskustykki. Húsin eru upphituð með Alde hitakerfi sem hægt er að keyra á rafmagni, gasi eða geymi hússins. Heitt og kalt vatn. Frítt Wi-Fi og bílastæði. Einnig er sameiginleg klósett og sturtuaðstaða í litlu húsi á lóðinni með hitaveitu, og heitur pottur.

Hægt er að leigja Fat-bike reiðhjól til að hjóla og upplifa nærumhverfi. Umhverfið er fagurt og friðsælt og staðsetningin er mjög miðsvæðis fyrir dagstúra á Vestfirði, Strandir, Dalasýslu, Vatnsnes, Snæfellsnes og Borgarfjörð. Kjörið fyrir tveggja nátta stopp eða meira. Einnig bjóðum við upp á stæði fyrir húsbíla/ferðavagna.

Vinsamlegast hafið samand vegna verðlista og bókana.

Þjónustuflokkar