Sundlaugin Laugarhóli: „Gvendarlaug hins góða“

Gvendarlaug hins góða er ylvolg 25m almenningssundlaug við Hótel Laugarhól í Bjarnarfirði á Ströndum.

Til hliðar við sundlaugina er vinsæl náttúrulaug (39-41°C) þar sem ljúft er að slaka á og upplifa náttúruna í sínu besta formi.

Fyrir neðan laugarnar rennur volgur lækur sem gaman er fyrir börn að busla í.

Hluti af vatninu sem rennur í sundlaugina kemur úr Gvendarlaug hinni fornu, sem var blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Hún er talin búa yfir lækningamætti og er nú friðuð og í umsjá Minjastofnunar. Vatnið úr þeirri laug er talin búa yfir lækningarmætti.

Engin baðvarsla eða sundgæsla er á staðnum og fólk fer í laugina og pottana á eigin ábyrgð.

Laugin er opin alla daga frá kl. 8:00 - kl. 22:00.

Þjónustuflokkar